VODAFONHÖLLIN

Hjálp; allir góðir landsmenn á skerinu okkar.  Hvað og hvar er Vódafónhöllin.  Hvenær byrjuðum við að byggja útlenzkar hallir á Íslandi?  Gvuðlaun og góðar þakkir, ef þið getið hjálpað mérað skilja, hvað er að gerast heima.  Magga Hannesar


mbl.is Flugfélag Íslands flýgur til Ilulissat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

vökva hvað?

Ég spyr bara eins og fávís kona í útlandinu, hvað er blessuð amman að vökva, - með hverju?  Margrét Oddný
mbl.is Besta myndin af ömmu í Keflavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðarsorg í Svíþjóð

Lífið er skelfilegt í ríki þeirra Svea, Gauta og jafnvel Venda í kvöld.  Skv fjölmiðlum hefur aðalþusið í dag verið markafjöldinn!?!   Vinnum við Rússana 4-1, 3-1, 3-0 ?  VIÐ VINNUM RÚSSANA!  osfrv., osfrv., osfrv.

Nú skilja þessar elskur ekki ennþá, - að það er bara að pakka og fara heim!

Þeir eru á hundrað að reyna að útskýra af hverju, og hvurs vegna, og hvernig og hvurs og hvað!  Jafnvel bóndinn minn, blessaður, skilur þetta ekki alveg ennþá, ........... enda sænskur (fyrirgefðu Kúrt, Smálendíngur), ................................ OG svo töpuðum við meira að segja fyrir Íslandi í handboltanum!  Lífið er myrkt austan ála, klukkan er bara 23.45, kolniðamyrkur úti, - og enn meira myrkur í þjóðarsálinni í þvísa landi.

Var í bandi við krakkana "eftir leikinn", ......... þau eru hálfir Íslendíngar, svo að þau "eru með" í Pekíng! ............... fátt er svo með öllu íllt!


mbl.is Rússar komust í átta liða úrslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"sætu strákarnir"

Það er að sjálfsögðu dapurt, að "strákarnir okkar" skuli hafa tapað fyrir hinum strákunum, - en

  "þannig er þetta

   í voru mannlífi.

   Annaðhvort er það renniskítur

   - eða harðlífi",

Eins og karl, faðir vor sagði oft á tíðum. 

Það sem mér finnst skelfilega dapurt, sem Íslendíngi í útlandinu, að sjá "strákana okkar" hánga yfir FÁNANUM OKKAR, ....................... og fáninn liggur fyrir hunda og manna fótum.  Ég hélt hreinlega, að það væri bannað, skv íslenzkum lögum að láta FÁNANN OKKAR liggja og druslast í moldinni, - nú eða grasinu.

Væri gott að fá upplýsíngar um; hvað má, - og hvað má ekki í fánamálunum. 

Ég er búsett í Svíþjóð, - gipt Svíja, svo að við erum með smáfána, sitt hvoru meginn á "bíslaginu".  Íslenzkan öðru meginn, - og sænskan hinum meginn.  Ég er búin að kenna bóndanum, að íslenzki fáninn fær ekki að hánga lon og don, "dag ut och dag inn", þótt það sé barasta bara lítill fáni.  Ef við viljum halda uppá eitthvað sérstakt, - þá drögum við fánana okkar að hún að morgni, - nú eða um miðjan daginn, ............ EN þeir skulu niður að kvöldi, - í síðasta lagi klukkutíma fyrir sólsetur. 

Væri yndislegt að fá að vita, hvað ykkur finnst heima í þessum málum.  Erþa töff að nota fánann okkar eins og mottu, - nú eða handklæði, ................ eða er ég alltof viðkvæm, af því að ég bý erlendis.......? 

Mér skilst að, að ég sé "íslenzkasti Íslendíngurinn" í útlandinu, - síðasti geirfuglinn skröltir enn.

Gvuð blessi ykkur, heima á skerinu, - ef einhvur er!  Magga Hannesar


só vott?

Við erum margar íslenzku konurnar, sem erum giptar erlendum mönnum, - að frjálsum og fúsum vilja, - vona ég.  Eg er hálfur Húnvetníngur, hálfur Vestfirðingur (úr Bolúngarvík), fædd og uppalin í Reykjavík, giptist Svíja (Smálendíngi) í eina tíð, ................. eru þetta fréttir?................. sá spyr, sem ekki veit..........................
mbl.is Giftist inn í indverska fjölskyldu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Detti mér allar dauðar lýs úr höfði

- eða þannig.  Hef verið búsett í ríki þeirra Gauta, Svea og jafnvel Venda í rúm þrjátíu ár.  HÉR er ALLT bannað, - en þó höfum við mátt kaupa Glúkasamínið.  Gvuðmundur bróðir bennti mér á þetta undrameðal fyrir einhvurjum árum, - og það hefur gefist mér vel.  Ótrúlegt, að það sem Svíjarnir LEYFA skulum við banna heima.  Heimur versnandi fer ..................... Magga Hannesar
mbl.is Lýsi fjarlægir efni úr vörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilraunir til að bragðbæta "kjetið okkar"

Sit hérna eins og eins og einmana kleina í útlandi, - og les mér til skelfingar, - að það eigi að hefja tilraunastarfsemi til að bragðbæta lambakjötið okkar.  með hvönn, til að byrja með, síðan bætist við hittogþetta, ef ég þekki okkur rétt!  Þetta er skelfilegt!  Lambakjötið okkar, er bezta kjöt í heimi.  Að vísu hef ég bara búið á Englandi, Írlandi og Svíþjóð, - þótt ég hafi ferðast víða, - OG lambakjötið okkar er svo yndislegt, - að það bráðnar uppí manni, - og jafnvel konu!

 Nota bara salt og pipar, þegar ég smygla lambakjöti frá Ísalandi, hvort sem við steikjum eða grillum, - hef jafnvel kennt bóndanum og blessuðum baddnskröttunum að njóta þess að borða "alvöru" lambakjöt.  Í ríki þeirra Svea, Gauta og jafnvel Venda úða þeir lambakjöt í hvítlauk og alls konar djönki, - til að losna við "ullarbragðið", - enda hafa þeir yfirleitt ekki smakkað "alvöru" lambakjöt.

Mér finnst, - að í staðinn fyrir að "bragðbæta" kjötið, - þá eigum við að vera stolt af þessu frábæra lambakjöti, - og selja það dýrt!

Ég er handlistamaður, - og vinn með íslenzka lopann, - þetta er "spes" í útlandinu, - hvurs vegna eigum við að reyna að  "bragðbæta" bezta kjöt í heimi?

Svo spyr Margrét Oddný

 

 

 

 


Um bloggið

Margrét Oddný Hannesdóttir Borg

Höfundur

Margrét Oddný Hannesdóttir Borg
Margrét Oddný Hannesdóttir Borg
Íslendíngur í útlegð

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband