Tilraunir til að bragðbæta "kjetið okkar"

Sit hérna eins og eins og einmana kleina í útlandi, - og les mér til skelfingar, - að það eigi að hefja tilraunastarfsemi til að bragðbæta lambakjötið okkar.  með hvönn, til að byrja með, síðan bætist við hittogþetta, ef ég þekki okkur rétt!  Þetta er skelfilegt!  Lambakjötið okkar, er bezta kjöt í heimi.  Að vísu hef ég bara búið á Englandi, Írlandi og Svíþjóð, - þótt ég hafi ferðast víða, - OG lambakjötið okkar er svo yndislegt, - að það bráðnar uppí manni, - og jafnvel konu!

 Nota bara salt og pipar, þegar ég smygla lambakjöti frá Ísalandi, hvort sem við steikjum eða grillum, - hef jafnvel kennt bóndanum og blessuðum baddnskröttunum að njóta þess að borða "alvöru" lambakjöt.  Í ríki þeirra Svea, Gauta og jafnvel Venda úða þeir lambakjöt í hvítlauk og alls konar djönki, - til að losna við "ullarbragðið", - enda hafa þeir yfirleitt ekki smakkað "alvöru" lambakjöt.

Mér finnst, - að í staðinn fyrir að "bragðbæta" kjötið, - þá eigum við að vera stolt af þessu frábæra lambakjöti, - og selja það dýrt!

Ég er handlistamaður, - og vinn með íslenzka lopann, - þetta er "spes" í útlandinu, - hvurs vegna eigum við að reyna að  "bragðbæta" bezta kjöt í heimi?

Svo spyr Margrét Oddný

 

 

 

 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Velkomin á bloggið og vildi bara segja hvað ég væri mikið sammála þér.  Lambakjötið okkar er fjallagrasakryddið og sér um það sjálft.

Sveinn Ingi Lýðsson, 9.7.2007 kl. 23:26

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Mér finnst það samt ansi gott þegar maður kryddar það rétt...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 14.7.2007 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Margrét Oddný Hannesdóttir Borg

Höfundur

Margrét Oddný Hannesdóttir Borg
Margrét Oddný Hannesdóttir Borg
Íslendíngur í útlegð

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband