5.4.2008 | 19:45
Detti mér allar dauðar lýs úr höfði
- eða þannig. Hef verið búsett í ríki þeirra Gauta, Svea og jafnvel Venda í rúm þrjátíu ár. HÉR er ALLT bannað, - en þó höfum við mátt kaupa Glúkasamínið. Gvuðmundur bróðir bennti mér á þetta undrameðal fyrir einhvurjum árum, - og það hefur gefist mér vel. Ótrúlegt, að það sem Svíjarnir LEYFA skulum við banna heima. Heimur versnandi fer ..................... Magga Hannesar
Lýsi fjarlægir efni úr vörum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Margrét Oddný Hannesdóttir Borg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er lítið mál fyrir Íslendinga að rölta í apótekið og biðja um glucosamín, færð það afgreitt strax. Að sumu leiti er þetta eflaust betra. Ég held að þetta sé fyrst og fremst gert til að auka eftirlit með hugsanlegum aukaverkunum og tryggir einnig gæði.
Það sem mér finnst skítlegt er að lýsi skuli hafa kippt "Lýsi og liðamín" vörunni sinni af markaðnum í 2 daga og síðan skellt nýrri útgáfu með "nýrri formúlu" í verslanir. Nýja formúlan inniheldur vissulega chondroitin en í stað glucosamine er hyaluron sýru (minnir mig), munurinn er að glucosamine hefur sýnt sig í rannsóknum að það stendur sig vel á meðan svo er held ég ekki farið með hyaluron sýru, a.m.k. sem tekið er inn um munn (að sprauta því beint inn í lið er annað mál). Þetta veldur bara ruglingi hjá neytendum sem telur sig vera að kaupa nýja og "endurbætta" vöru, en er sennilega í raun að kaupa lélegri vöru.
Annars eru komnir nokkrir mánuðir síðan glucosamíni var kippt úr verslunum, svo þetta eru frekar gamlar fréttir hjá MBL.
Þór Friðriksson (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 11:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.