16.5.2008 | 21:06
"sætu strákarnir"
Það er að sjálfsögðu dapurt, að "strákarnir okkar" skuli hafa tapað fyrir hinum strákunum, - en
"þannig er þetta
í voru mannlífi.
Annaðhvort er það renniskítur
- eða harðlífi",
Eins og karl, faðir vor sagði oft á tíðum.
Það sem mér finnst skelfilega dapurt, sem Íslendíngi í útlandinu, að sjá "strákana okkar" hánga yfir FÁNANUM OKKAR, ....................... og fáninn liggur fyrir hunda og manna fótum. Ég hélt hreinlega, að það væri bannað, skv íslenzkum lögum að láta FÁNANN OKKAR liggja og druslast í moldinni, - nú eða grasinu.
Væri gott að fá upplýsíngar um; hvað má, - og hvað má ekki í fánamálunum.
Ég er búsett í Svíþjóð, - gipt Svíja, svo að við erum með smáfána, sitt hvoru meginn á "bíslaginu". Íslenzkan öðru meginn, - og sænskan hinum meginn. Ég er búin að kenna bóndanum, að íslenzki fáninn fær ekki að hánga lon og don, "dag ut och dag inn", þótt það sé barasta bara lítill fáni. Ef við viljum halda uppá eitthvað sérstakt, - þá drögum við fánana okkar að hún að morgni, - nú eða um miðjan daginn, ............ EN þeir skulu niður að kvöldi, - í síðasta lagi klukkutíma fyrir sólsetur.
Væri yndislegt að fá að vita, hvað ykkur finnst heima í þessum málum. Erþa töff að nota fánann okkar eins og mottu, - nú eða handklæði, ................ eða er ég alltof viðkvæm, af því að ég bý erlendis.......?
Mér skilst að, að ég sé "íslenzkasti Íslendíngurinn" í útlandinu, - síðasti geirfuglinn skröltir enn.
Gvuð blessi ykkur, heima á skerinu, - ef einhvur er! Magga Hannesar
Um bloggið
Margrét Oddný Hannesdóttir Borg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.