18.6.2008 | 21:52
Þjóðarsorg í Svíþjóð
Lífið er skelfilegt í ríki þeirra Svea, Gauta og jafnvel Venda í kvöld. Skv fjölmiðlum hefur aðalþusið í dag verið markafjöldinn!?! Vinnum við Rússana 4-1, 3-1, 3-0 ? VIÐ VINNUM RÚSSANA! osfrv., osfrv., osfrv.
Nú skilja þessar elskur ekki ennþá, - að það er bara að pakka og fara heim!
Þeir eru á hundrað að reyna að útskýra af hverju, og hvurs vegna, og hvernig og hvurs og hvað! Jafnvel bóndinn minn, blessaður, skilur þetta ekki alveg ennþá, ........... enda sænskur (fyrirgefðu Kúrt, Smálendíngur), ................................ OG svo töpuðum við meira að segja fyrir Íslandi í handboltanum! Lífið er myrkt austan ála, klukkan er bara 23.45, kolniðamyrkur úti, - og enn meira myrkur í þjóðarsálinni í þvísa landi.
Var í bandi við krakkana "eftir leikinn", ......... þau eru hálfir Íslendíngar, svo að þau "eru með" í Pekíng! ............... fátt er svo með öllu íllt!
Rússar komust í átta liða úrslit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Margrét Oddný Hannesdóttir Borg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Samhryggist manninum þínum. mínum líður eins enda samlandi. að vísu ekki smálendingur, heldur norðlendigur. Er þó búinn að ná sér í nýtt lið að heia på en það verða hollendingar, svo hann grét ekki lengi. Vonandi nær karlinn þinn sér fljótlega
kveðja
Ásta Kristín Norrman, 18.6.2008 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.